09 November 2008

Night Life Halle!

Jaeja ta er enn ein god helgi ad baki. Eg afrekadi mikid tessa helgi. Mer tokst ad kaupa tvaer jolagjafir fyrir familiuna og nyja sko fyrir mig. Eg og felagar minir forum a fostudagskvold eda nidri Halle og forum ad kikja a opnun nyrrar budar i Halle New Yorker sem selur flott fot fyrir ungt folk. Sjalfur meistarinn var vid opnunina. Hver annar er Scooter maetti sjalfur a stadinn og spiladi tvo log og gaf eiginhandararitanir. Sjalfur er eg ekki mikill Scooter fan en thotti samt frekar svalt ad hafa sed hann.
Laugardagurinn og lika einstaklega vel heppnadur. Eg for ad keppa i korfubolta med USV Halle og unnum vid leikinn med godum 20 stigum. Eftir tad for eg svo i afmaeli til Flo eda Florian sem spila lika korfubolta. Hann er nuna 19 ara. For eg heim til hans, fekk far med pabba hans eftir leikinn. Hitti fjolskylduna og spjalladi lengi vid ommu hans sem var fannst astandid a Islandi einstaklega ahugavert. Eftir ad fjolskyldann for foru adrir vinir Flo ad koma og kynntist eg fullt ad nyju skrytnu lidi. Eftir goda tvo tima akvadum vid ad fara nidri bae. Vid forum i tennan club sem var med flotta Electro,Techno tonlist og donsudum vid til 5 um morguninn. Eftir tad lobbudum eg og Gregor heim og fekk eg ad gista i gestaherberginu. Kvoldid var rosalega skemmtilegt og mun eg aldrei gleyma tessu.
Daginn eftir eldadi Gregor fyrir mig einstaklega illa sodid egg, hann hafdi augljoslega ekki gert tetta oft >) Sidann syndi hann mer hvar eg gat fundid Tram nidur i Marktplatz og skildu leidir okkar tar. Mun eg nu sja hann a morgun a aefingu, hann spilar lika med USV.
Ja tetta var rosalega vel heppnud helgi og hlakkar mig til naestu.
Eg skila kvedju til fjolskyldunar og aetingjanna a Tela og Idjumorkinni. Og vona eg ad allir standi sig vel i Kreppunni. :)

Kv. Bjarni i Tyskalandi.

10 comments:

Aldís Hafsteinsdóttir said...

Hæ!

Loksins nýtt á síðunni.... Frábært! Þú verður að halda uppi heiðri þjóðarinnar í Þjóðverjalandinu, við hér heima erum ekki alveg að standa okkur í augnablikinu ;-)
Knús og kossar frá öllum á Heiðmörkinn, mamma.

Aldís Hafsteinsdóttir said...

PS. Fólk kvartar yfir því að maður verði að vera með blog síðu til að setja inn komment, getur þú ekki lagað það í stillingunum og opnað kommentin fyrir alla?

Bjarni Rúnar Lárusson said...

Eg held ad tetta aetti ad virka nuna, fyrir ta sem eru ekki med blogg account.
Annars er allt gott ad fretta og helgin god.

Kv.Bjarni

Anonymous said...

Heill og sæll.
Hef ekki tölu á þeim skiptum sem ég hef reynt að tjá mig hér en ávallt verið hafnað!!! Vona að þetta virki núna;)
Gott að heyra frá þér og sjá að allt gangi nú vel hjá þér í Þjóðverjalandi. Það er greinilega mikið stuð þarna hjá þér.
Bíðum spenntar eftir næstu færslu.
Bestu kveðjur frá öllum Þelamerkurskvísunum:)

Anonymous said...

Hallo hallo mein lieber Kerl!
Endlich, endlich kann ich hier eine Komment hinterlassen.
Nú geri ég ráð fyrir því að þú hafir skilið allt sem ég sagði og jafnvel betur en það. Nú get ég farið að gera þá kröfu að þú getir leiðrétt villurnar mínar líka :-)
Ég er reglulega búin að lesa bloggið þitt og haft mikið gaman af. Ég er auðvitað líka búin að vera afskaplega stolt af þér þarna í Þjóðverjalandinu og veit að þú ert þjóð þinni til sóma. Ég allavega vona það ;-)
EN ég get nú toppað þig núna. Ég lenti nefnilega í VIP partýi með Scooter þegar hann spilaði hérna á Íslandi 2003 að mig minnir. Mér fannst hann ekkert flottur en hljómborðsleikarinn var ágætur og komst ég að því að við bjuggum í sama hverfi í Hamborg á þeim tíma! Hvernig er það annars er ekki orðið kalt inni hjá þér? Bara stofan kynnt og kannski baðherbergið líka svona ef fólk vill bruðla?
Nú fer að líða að skemmtilegasta tíma ársins. Jólamarkaðirnir fara að opna í lok mánaðarins. Það er yndislegt að rölta á jólamörkuðunum. Jólin eru dásamleg í Þýskalandi. Mundu eftir að fara á jólatónleika, þeir kunna það líka.
Við hugsum til þín og óskum þér alls hins besta.
Kær kveðja af Iðjumörkinni.

Laufey Sif said...

Yeah alltaf jafn gleðilegt að koma hér og sjá nýtt blogg! :) Hljómar ekkert smá vel og greinilegt að þú ert að komast inn í allt saman þarna. Passaðu þig bara á ljótu köllunum á djamminu og á sleiksjúkum kvennsunum. hehe

Aldís Hafsteinsdóttir said...

Hæ!

Það hrúgast inn komment loksins þegar fólk getur skilið þau eftir með góðu móti :-)

Bestu kveðjur frá
mömmu, pabba, Alberti, Tim og Gulla.

Bjarni Rúnar Lárusson said...

Ja tad er gaman ad tessu. Ja eg mun rolta a jolamorkudum herna i Halle.

Anonymous said...

Sæll frændi, ég var búin að reyna að senda þér kveðjur en alltaf var stoppað en núna gengur það vonandi. Gaman að lesa bloggið hjá þér og að heyra að allt gengur vel. Vertu duglegur að nota tímann því þessi tími líður svo hratt, hlakka til að lesa meira frá dvöl þinni. Kær kveðja úr Ölfusinu, Sigga frænka

Anonymous said...

Blessaður Bjarni minn!

Já ég segi eins og hinir loksins að maður gat kommenterað á þig, tvíbbar voru þó búnir að stinga því að móður sinni að ég gæti nú bara stofnað bloggsíðu og þá gæti ég kvittað en ég nennti því nú ekki.
En gott að þú nýtur þín þarna úti og vonandi verður það áfram.
Ég sit hér kl. sex að morgni í vinnuni og bíð eftir að komast heim í rúm eftir 12 tíma næturvakt, það verður dásamlegt að skríða upp í þegar aðrir eru að koma sér á fætur:)

Kveðjur af vaktinni! Sigrún